Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. nóvember 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Truflar Solskjær ekki að Pochettino sé á lausu
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að það trufli sig ekki neitt að Mauricio Pochettino sé nú á lausu eftir að hann var rekinn frá Tottenham í vikunni.

Pochettino var sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá United áður en Solskjær gerði samning til lengri tíma í mars. Argentínumaðurinn hefur aftur verið orðaður við United í þessari viku.

„Þetta truflar mig alls ekkert. Ég er í besta starfi í heimi. Hvort sem þú ert í starfi eða ekki í starfi þegar þú ert stjóri þá er þetta (stjórastarf United) starfið sem þú vilt," sagði Solskjær.

„Það skiptir ekki máli hvað er í gangi í kringum mig. Ég þarf að einbeita mér að Manchester United og gera eins vel og ég get."

„Ég er alltaf að ræða við Ed Woodward og eigendur félagsins um það hvernig við getum tekið skref fram á við. Það breytist ekki þó önnur félög skipta um stjóra."

Athugasemdir
banner
banner