þri 22. nóvember 2022 09:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Argentínu og Sádí-Arabíu: Messi á sínum stað
Argentína hefur leik gegn Sádí-Arabíu.
Argentína hefur leik gegn Sádí-Arabíu.
Mynd: EPA
Fyrsti leikur dagsins á HM hefst klukkan 10:00 en þá mætast Argentína og Sádí-Arabía.

Argentínumenn eru eitt sigurstranglegasta lið mótsins og mæta fullir sjálfstrausts eftir sigurinn í Copa America. Einn besti fótboltamaður sögunnar er innanborðs; Lionel Messi er að spila á sínu síðasta stórmóti með landsliðinu og vonast eftir draumaendi.

Messi er auðvitað í byrjunarliði Argentínu og er með fyrirliðabandið. Lisandro Martinez, miðvörður Manchester United, byrjar á bekknum.

Hjá Sádí-Arabíu ber helst að fylgjast með leikmanni númer tíu, Salem Al-Dawsari.

Byrjunarlið Argentínu: Martínez; Molina, Romero, Otamendi, Tagliafico; De Paul, Paredes, Papu Gómez; Messi; Lautaro, Di María.

Byrjunarlið Sádí-Arabíu: Alowais; Abdulhamid, Altambakti, Albulayhi, Alshahrani; Alfaraj, Kanno, Almalki; Albrikan, Alshehri, Aldawsari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner