Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. nóvember 2022 13:04
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum ræstitæknir lagði Argentínu - „Hann lúkkar eins og kvikmyndaleikari“
Renard hefur átt litríkan feril.
Renard hefur átt litríkan feril.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
„Hann lúkkar eins og kvikmyndaleikari," sagði Maté Dalmay, markaðsstjóri Fótbolta.net, þegar Hervé Renard, þjálfari Sádi-Arabíu, kom á skjáinn áðan.

Renard náði því frækna afreki að stýra Sádum til 2-1 sigurs gegn Argentínu. Sádar áttu frábæran seinni hálfleik, skoruðu tvívegis og unnu hreinlega sanngjarnan sigur.

Þetta eru ein óvæntustu úrslit í sögu HM.

Herve Renard er 54 ára Frakki sem spilaði sem varnarmaður fyrir AS Cannes, Stade de Vallauris og SC Draguignan en lagði skóna á hilluna 1998. Hann hafði unnið við ræstingar meðfram fótboltaferlinum og stofnaði eigin ræstingarfyrirtæki eftir ferilinn.

Þjálfaraferill hans er afskaplega áhugaverður og litríkur og hann hefur starfað í löndum sem eru okkur framandi. Hann byrjaði þjálfaraferilinn með Draguignan, litlu félagi í Frakklandi, áður en landi hans Claude Le Roy fékk hann sem aðstoðarþjálfara í Kína með Shanghai Cosco árið 2002.

Hann fór svo til Cambridge United í Englandi og tók við liðinu eftir að hafa farið þangað upphaflega til að vera aðstoðarmaður Le Roy. Hann hélt svo til Víetnam og tók við liði Song Da Nam Dinh.

2008 tók hann við fyrsta landsliðsþjálfarastarfinu á ferlinum þegar hann var ráðinn til Sambíu og kom liðinu í 8-liða úrslit Afríkukeppninnar. Næst á þjálfaraferlinum kom svo landslið Angóla, félagslið í Alsír og svo tók hann aftur við Sambíu í október 2011.

Gerði Sambíu og Fílabeinsströndina að Afríkumeisturum
Hann náði því frækna afreki að stýra Sambíu til sigurs í Afríkukeppninni 2012. Í fyrsta og eina sinn sem þjóðin hefur unnið þann titil. Úrslitin voru afskaplega óvænt.

Franska félagið Sochaux fékk hann þá til starfa en þar gekk illa og liðið féll. Eftir fallið hélt hann aftur til Afríku og tók nú við Fílabeinsströndinni. Hann vann Afríkukeppnina með liðinu 2015 og varð fyrsti þjálfarinn til að vinna keppnina með tvemur landsliðum.

Aftur ákvað franskt félag að veðja á hann, að þessu sinni Lille. Þar fékk hann aðeins 13 stig í 13 leikjum og var rekinn.

Hann tók síðan við Marokkó og stýrði liðinu á HM 2018 en sumarið 2019 tók hann við Sádi-Arabíu. Hann kom liðinu á HM og er sigursælasti erlendi þjálfari í sögu landsliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner