Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   fös 22. desember 2023 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Væri æðislegt að sitja með honum í klefanum og vera með honum á hverjum degi"
Böddi lék síðast með FH tímabilið 2017.
Böddi lék síðast með FH tímabilið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Flóki og Böddi.
Flóki og Böddi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Snær Gunnarsson ræddi við Fótbolta.net í vikunni. Hann sneri til baka í FH í sumar eftir fimm og hálft tímabil í burtu frá félaginu. Grétar er uppalinn í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Hann er fæddur árið 1997 og eru hann og Böðvar Böðvarsson góðir vinir.

Böddi er að öllum líkindum að ganga aftur í raðir FH. Einungis vantar að félagið staðfesti komu hans en hann er að renna út á samningi hjá sænska félaginu Trelleborg og verður ekki þar áfram.

„Ég er frekar spenntur fyrir næsta tímabili, Kjarri er kominn og samið við suma af þeim sem voru samningslausir. Vonandi eru fleiri leikmenn að mæta og við náum að byggja ofan á það sem við erum að gera," sagði Grétar.

„Við erum mjög góðir félagar ég og Böddi. Ég vona að þetta fari bara í gegn og get ekki beðið eftir því að sjá hvort þetta komi ekki í gegn í byrjun janúar. Það væri æðislegt að sitja með honum í klefanum og vera með honum á hverjum degi."

„Alltaf, ég er eiginlega bara búinn að bíða eftir því að hann komi heim,"
sagði Grétar aðspurður hvort þeir félagarnir hafi hugsað um að spila saman í einhvern tíma.

Yrði fullkomið ef Flóki kæmi
Jafnaldri Böðvars er Kristján Flóki Finnbogason sem er samningsbundinn KR. Flóki er uppalinn í FH. Eru Böddi og Grétar eitthvað að vinna í því að fá Flóka aftur í FH?

„Ég myndi ekkert segja nei við því. Ef hann kæmi þá væri eiginlega búinn að fullkomna þetta. Við erum þrír mjög góðir vinir. Ef hann kæmi þá væri þetta fullkomið," sagði Grétar.
Grétar Snær: Aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Athugasemdir
banner