Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   fim 21. desember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grétar Snær: Aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Ég var aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Ég var aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er mjög ánægður með tíma minn í KR og fannst ég sýna hvað ég gat
Ég er mjög ánægður með tíma minn í KR og fannst ég sýna hvað ég gat
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ég var búinn að vera með þennan draum alveg síðan ég fór.
Ég var búinn að vera með þennan draum alveg síðan ég fór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„FH var búið að heyra í mér, ég átti sex mánuði eftir af samning. Mig langaði að fara í FH og ákvað að hoppa á það," sagði Grétar Snær Gunnarsson, leikmaður FH, við Fótbolta.net.

Grétar skipti yfir í FH frá KR í sumar. Skiptin voru í bið í smá tíma á meðan FH var í félagaskiptabanni.

„Þetta var alveg skrítið, ég var búinn að skrifa undir eitthvað áður og það var skrítið að vita ekki hvort maður sé að fara eða ekki. Það var geðveikt þegar þetta komst í gegn."

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ákvað að hafa Grétar ekki í hópnum eftir að hann var búinn að semja við FH.

„Ég var aldrei að fara spila fyrir KR eftir að ég samdi við FH, en ég fékk einhverja nokka leiki þegar það voru meiðsli. Ég var tekinn úr hóp gegn FH því það var samþykkt tilboð í mig samdægurs."

Var ekki óþægileg staða að vita að þú værir ekki að fara spila?

„Það er alveg óþægilegt en ég reyndi bara að vera faglegur og sinna mínu. Það var enginn pirringur í neinum, þeir skildu alveg mína ákvörðun að vilja fara í FH. Þetta var það sem mig langaði að gera, ég er FH-ingur og talaði alltaf um að ég ætlaði aftur í FH þegar ég fór fyrst þaðan."

Draumurinn að snúa aftur í FH
Grétar þrýsti sjálfur á það að fara í FH í glugganum. „Staðan var bara þannig að ég var ekkert að fara spila og ég nennti því ekkert. Ég ýtti alveg á það, en það var ekkert vitað út af þessu banni. Svo bara reddaðist það."

„Ég var búinn að vera með þennan draum alveg síðan ég fór. Ég sagði við alla eftir að ég fór að ég væri alltaf að fara spila aftur fyrir FH. Ég var mjög glaður þegar það fór í gegn."


Svekkjandi að missa af Evrópusæti
Hvernig gekk eftir komuna í FH?

„Fínt, ég þurfti að koma mér í form, var ekki búinn að spila neitt. Það tók 3-4 vikur að komast í almennilegt stand. Svo var ég kominn inn í liðið og spilaði alla leiki. Það var leiðinlegt að klúðra þessu í lokin með Evrópusætið."

Grétar getur bæði spilað á miðjunni og í vörninni. „Það skiptir mig ekki máli hvort ég er. Ég hef alltaf verið miðjumaður en eftir að ég fór í KR þá var ég í miðverði og byrjaði að fíla þá stöðu. Mér finnst ég kunna hana mjög vel. Það skiptir mig ekki máli hvaða stöðu ég spila, ég myndi segja að ég sé bæði miðjumaður og hafsent."

Elskaði tímann í KR
Hvernig voru árin hjá KR?

„Mjög góð, það var ekki búist við miklu af mér (út á við) þegar ég kom þarna fyrst. Menn vissu ekki mikið hvort ég myndi spila eitthvað. Á fyrsta tímabili byrjaði ég fyrsta leik og spilaði held ég alla leiki fyrir utan þá sem ég var í banni. Ég var í miðverðinum og ég held að við höfum fengið fæst mörk á okkur í deildinni. Seinna árið þá vorum við í Evrópu, ég glímdi við einhver höfuðmeiðsli og datt aðeins út. Ég er mjög ánægður með tíma minn í KR og fannst ég sýna hvað ég gat. Ég náði að sýna hvernig leikmaður ég er."

„Þetta er einn af stærstu klúbbunum á Íslandi. Það voru geðveikir þjálfarar; Bjarni, Rúnar og allir í kring. Þetta er bara risaklúbbur. Ég elskaði tíma minn í KR,"
sagði Grétar.

Hann ræðir meira um tíma sinn hjá FH, Heimi Guðjónsson og vonandi væntanlegan leikmann í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner