Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   lau 15. nóvember 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gunnar Örn valinn bestur í Michigan
Mynd: MHSAA
Gunnar Örn Þórhallsson, markvörður fæddur 2008, hefur verið valinn besti leikmaður framhaldsskólanema (e. High School) í Michigan fylki í Bandaríkjunum eftir frammistöðu sína með Portage Central High School.

Portage varð um síðustu helgi fylkismeistari í efstu deild og spilaði Gunnar Örn lykilhlutverk. Hann er fyrsti markvörðurinn sem hlýtur nafnbótina besti leikmaður Michigan fylkis í rúmlega 50 ára sögu verðlaunanna.

Það búa rúmar 10 milljónir í Michigan fylki og er fótbolti mjög vinsæl íþrótt í fylkinu.

Gunnar, sem er rúmir tveir metrar á hæð, mun flytja til Íslands að lokinni útskrift næsta sumar.
Athugasemdir
banner