Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 23. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Inter skoðar Llorente - Giroud úr sögunni?
Inter er í viðræðum við Napoli um að fá framherjann Fernando Llorente í sínar raðir.

Antonio Conte, þjálfari Inter, vill bæta við framherja í hópinn í þessum mánuði og félagið hefur verið á höttunum á eftir Olivier Giroud leikmanni Chelsea.

Samkvæmt fréttum frá Ítalíu eru hins vegar viðræður við gangi við Llorente og því er mögulegt að ekkert verði af félagaskiptum Giroud.

Chelsea og Inter hafa ekki náð saman um kaupverð og ítalska félagið virðist nú vera komið með nýtt skotmark.

Llorente kom til Napoli frá Tottenham síðastliðið sumar en hann hefur skorað fjögur mörk í 23 leikjum í vetur.
Athugasemdir
banner