Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 23. janúar 2021 14:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Guðný hjálpaði Napoli að vinna sinn fyrsta sigur
Guðný í leik með íslenska landsliðinu.
Guðný í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Napoli þegar liðið vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu í dag.

Napoli hafði betur gegn Bari, 1-0, í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Sigurmarkið kom snemma í seinni hálfleiknum en þá voru bæði lið enn með fullskipuð lið.

Guðný er gríðarlega reynd og á yfir 100 leiki að baki í íslenska boltanum þrátt fyrir ungan aldur. Auk þess á hún átta leiki að baki fyrir A-landsliðið og þá varð hún Íslandsmeistari með Val sumarið 2019. Hún yfirgaf Val undir lok síðasta árs og samdi við stórveldið AC Milan en var svo lánuð til Napoli.

Napoli er eftir sigurinn í dag komið af botni deildarinnar en er fjórum stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner