Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 23. janúar 2021 22:28
Victor Pálsson
Smith staðfestir að Sanson sé á leiðinni
Dean Smith, stjóri Aston Villa, hefur staðfest það að félagið sé að fá til sín leikmann. Þetta sagði Smith eftir 2-0 sigur á Newcastle í kvöld.

Morgan Sanson er á leið til Villa frá Marseille en félögin eru búin að ná samkomulagi um kaupverð.

Sanson er 26 ára gamall miðjumaður en hann hefur leikið með Marseille undanfarin fjögur ár við góðan orðstír.

Hjá Marseille skoraði Sanson 22 mörk í 120 deildarleikjum og lék áður með bæði Le Mans og Montpellier.

„Ég hef ekki rætt við yfirmann knattspyrnumála, ég var að einbeita mér að leiknum. Það er leikmaður á leiðinni og vonandi klárast það fljótlega," sagði Smith eftir leik.

Sanson hefur spilað 10 deildarleiki fyrir Marseille í vetur og skorað í þeim tvö mörk.
Athugasemdir
banner
banner