fim 23. janúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enrique: Ef þú bara vissir hvað ég var að hugsa þegar við vorum undir
„Ef þú bara vissir hvað ég var að hugsa þegar við vorum undir, guð minn góður," sagði Luis Enrique, stjóri PSG, eftir ótrúlegan 4-2 sigur liðsins gegn Man City í Meistaradeildinni í gær.

„Ég var ánægður þegar við skoruðum undir lok fyrri hálfleiks því það hefði getað gefið okkur sjálfstraust og gera betur í seinni hálfleik. Þá byrjar seinni hálfleikurinn með tveimur mörkum sem voru eins og kúluspil. Það var pirrandi að sjá liðið mitt þjást svona."

Ousmane Dembele kom inn á í seinni hálfleik og skoraði fyrsta mark liðsins.

„Dembele var með hita í síðustu viku og gat ekki æft í tvo daga og við vildum ekki taka áhættu því að leikur með svona ákvefð hefði verið erfiður fyrir hann. Við settum hann inn á í seinni hálfleik og andinn í liðinu var frábær," sagði Enrique.

PSG er í 22. sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina þar sem liðið heimsækir Stuttgart.
Athugasemdir
banner