Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 14:34
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ince um Van Dijk: Erfitt að segja nei við spænsku risana
Sir Alex Ferguson og Paul Ince.
Sir Alex Ferguson og Paul Ince.
Mynd: Getty Images
Paul Ince sem lék með Liverpool á árunum 1997 til 1999 veltir fyrir sér hvernig Liverpool mun ganga að halda sínum bestu mönnum á næstu árum.

Hann talar um að það sé erfitt fyrir leikmenn að segja nei þegar spænsku risarnir í Barcelona eða Real Madrid banka á dyrnar og nefnir þar Philppe Coutinho sem dæmi og einnig Cristano Ronaldo þegar hann fór frá Manchester United til Real Madrid.

Ince telur það lykilatriði ef Liverpool ætlar sér að halda áfram á sömu braut næstu árinu að geta haldið sínum bestu mönnum.

„Það sem Liverpool verður að gera núna er að halda bestu leikmönnunum."

„Mun einhver reyna fá Van Dijk? Þegar Barcelona og Real Madrid banka á dyrnar er erfitt að segja nei," sagði Ince.








Athugasemdir
banner
banner
banner