Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 23. febrúar 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Casemiro og tíu aðrir gætu yfirgefið Man Utd í sumar - Chelsea reyndi að fá Nunez
Powerade
Casemiro á förum?
Casemiro á förum?
Mynd: EPA
Mason Greenwood mun hafna Barcelona ef hann fær tækifærið að spila aftur fyrir Man Utd
Mason Greenwood mun hafna Barcelona ef hann fær tækifærið að spila aftur fyrir Man Utd
Mynd: EPA
Chelsea vildi fá Darwin Nunez fyrir tímabilið
Chelsea vildi fá Darwin Nunez fyrir tímabilið
Mynd: Getty Images
Manchester United kemur mikið fyrir í slúðurpakka dagsins sem er þokkalega veglegur að þessu sinni.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro (31), Raphael Varane (30) og Harry Maguire (30) eru meðal þeirra ellefu leikmanna sem gætu yfirgefið Manchester United í sumar. (ESPN)

Sir Jim Ratcliffe, nýr hluteigandi Manchester United, hefur sett það í forgang að félagið komist í Meistaradeild Evrópu, en hann ætlar að bíða með að ákveða framtíð Erik ten Hag, stjóra liðsins, þangað til eftir tímabil. (ESPN)

Stjórastaða Manchester United er eitthvað sem höfðar til Thomas Tuchel, sem mun yfirgefa Bayern München eftir tímabilið. (Sky Germany)

Mason Greenwood ætlar að hafna Barcelona ef Manchester United er reiðubúið að gefa honum tækifærið eftir að lándsvöl hans hjá Getafe lýkur. (Sun)

Chelsea hafði samband við Liverpool vegna úrúgvæska framherjans Darwin Nuenz (24) síðasta sumar en Liverpool hafnaði því að fara í viðræður. (Times)

Arsenal er ákveðið í að kaupa Amadou Onana (22), leikmann Everton og belgíska landsliðsins, í sumar. (Teamtalk)

Ruben Amorim, þjálfari Sporting Lisbon, er talinn líklegastur til að taka við Liverpool ef félaginu tekst ekki að sannfæra Xabi Alonso um að taka við keflinu af Jürgen Klopp. (Independent)

Enski varnarmaðurinn Eric Dier (30) mun líklega ekki vera áfram hjá Bayern München eftir þetta tímabil en þýska félagið er sagt hafa áhyggjur af hraða hans. (Bild)

Manchester City er að ganga frá samningum við norska sóknarmanninn Oscar Bobb (20). (Mail)

Arftaki Thomas Tuchel hjá Bayern München mun fá að skila inn sínu atkvæði hvað varðar framtíð Mathys Tel (18) hjá félaginu, en Manchester United hefur verið orðað við hann síðustu vikur. (Fabrizio Romano)

Tottenham býst ekki við því að halda Pierre-Emile Höjbjerg (28) áfram á næsta tímabili. Fjölmörg félög í Seríu A á Ítalíu hafa sýnt danska landsliðsmanninum áhuga. (Football Insider)

Arsenal er að ganga frá kaupum á Alexander Smith (15), leikmanni Rangers í Skotlandi. Þessi efnilegi leikmaður er sóknarsinnaður miðjumaður sem er fæddur í Skotlandi en er einnig með bandarískt vegabréf. Hann á leiki með U15 ára landsliði Bandaríkjanna og U16 ára liði Skotlands. (Sun)

Juventus hefur áhuga á Michele di Gregorio (27), markverði Monza en félagið leitar að markverði í stað Wojciech Szczesny, sem er 33 ára gamall. (Gazzetta dello Sport)

Brighton og Celtic eru meðal þeirra félaga sem fylgjast nú með írska sóknarmanninnum Patrick Casey (18), en hann er á mála hjá Charlton Athletic. (Football Insider)

Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu (30) segist hafa fengið tilboð frá félögum í sádi-arabíu, en valdi frekar að vera áfram hjá Inter. (DAZN)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner