Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 23. febrúar 2024 10:21
Hafliði Breiðfjörð
'Konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg'
Vanda Sigurgeirsdóttir er að hætta sem formaður KSÍ eftir eitt kjörtímabil.
Vanda Sigurgeirsdóttir er að hætta sem formaður KSÍ eftir eitt kjörtímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson er einn þriggja frambjóðanda til formanns KSÍ en kosið er á morgun.
Guðni Bergsson er einn þriggja frambjóðanda til formanns KSÍ en kosið er á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drífa Snædal talskona Stígamóta blandaði sér í baráttuna um formannskjör KSÍ í gær þegar hún ritaði pistil á Vísi.is þar sem hún rifjar upp hvað varð til þess að Guðni Bergsson, einn frambjóðandanna þriggja, þurfti að segja af sér embætti formanns árið 2021.

Sjá pistilinn á Vísi: KSÍ og kyn­ferðis­of­beldi

Í greininni segir hún að það hafi þótt mikilvægara að vernda og verja ofbeldismann en brotaþola þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð og að reynt hafi verið að villa fyrir um í umræðunni.

Í kjölfar þess að Guðni sagði af sér tók Vanda Sigurgeirsdóttir tímabundið við embætti formanns og var svo kjörin formaður nokkrum mánuðum síðar. Nú er hennar tveggja ára kjörtímabili að ljúka og hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram.

„Eftir afsögn Guðna tók Vanda Sigurgeirsdóttir við sem formaður og innleiddi ýmsar breytingar á stefnum sambandsins í átt til jafnréttis. Það er eins og við manninn mælt, konurnar mæta í hreingerninguna þegar drullan er orðin yfirgengileg. Vanda ákvað að sitja aðeins í eitt kjörtímabil og hættan er sú að þetta kjörtímabil verði frávik frá því sem telst eðlilegt í heimi KSÍ," segir í pistli Drífu Snædal.

Drífa hvetur í pistlinum til breytinga og að KSÍ þaggi ekki niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafi beitt.

„Hin leiðin fyrir KSÍ er að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu," segir Drífa í niðurlagi pistilsins.

Sjá pistilinn á Vísi: KSÍ og kyn­ferðis­of­beldi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner