Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 23. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Ramos snýr aftur til Bernabeu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fer heil umferð fram í efstu deild spænska boltans um helgina og er spennandi slagur á dagskrá í kvöld þegar Real Sociedad tekur á móti Villarreal.

Sociedad er í baráttu um Evrópusæti á meðan Villarreal er óvænt í neðri hluta deildarinnar eftir slakt gengi á tímabilinu.

Á morgun eru spennandi slagir á dagskrá þar sem Valencia getur gert atlögu að Evrópusæti með sigri á útivelli í Granada, áður en Barcelona fær Getafe í heimsókn. Lærisveinar Xavi þurfa sigur í titilbaráttunni þar sem, þeir eru átta stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Atlético Madrid, sem er þremur stigum á eftir Barca, á svo útileik gegn botnliði Almeria í lokaleik kvöldsins.

Athletic Bilbao heimsækir Real Betis í Evrópuslag á sunnudaginn, áður en Real Madrid og Sevilla eigast við í kvöldleiknum. Þar mætir Sergio Ramos aftur á sinn gamla heimavöll og getur búist við hlýjum kveðjum frá stuðningsmönnum Real Madrid. Ramos er goðsögn hjá Real og í guðatölu á meðal stuðningsmanna.

Lokaleikur helgarinnar fer fram á mánudagskvöldið, þegar Girona fær tækifæri til að snúa slæmu gengi undanfarinna leikja við. Spútnik lið tímabilsins fær fallbaráttulið Rayo Vallecano í heimsókn og þarf á sigri að halda eftir eitt jafntefli og tvö töp í síðustu þremur leikjum.

Girona er sex stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar þrettán umferðir eru eftir af deildartímabilinu.

Föstudagur:
20:00 Real Sociedad - Villarreal

Laugardagur:
13:00 Granada CF - Valencia
15:15 Barcelona - Getafe
17:30 Alaves - Mallorca
20:00 Almeria - Atletico Madrid

Sunnudagur:
13:00 Cadiz - Celta Vigo
15:15 Betis - Athletic Bilbao
17:30 Las Palmas - Osasuna
20:00 Real Madrid - Sevilla

Mánudagur:
20:00 Girona - Vallecano
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir