Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   sun 23. mars 2025 17:05
Brynjar Ingi Erluson
Frábær byrjun Sædísar - Marie skoraði fyrir Molde
Sædís Rún var mögnuð á síðasta tímabili og byrjar þetta af krafti
Sædís Rún var mögnuð á síðasta tímabili og byrjar þetta af krafti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sædís Rún Heiðarsdóttir átti stórleik með Vålerenga í 1. umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Ólafsvíkingurinn skoraði fyrsta mark tímabilsins hjá Vålerenga á 14. mínútu.

Liðið hamraði járnið meðan það var heitt og fór inn í hálfleik með fimm marka forystu.

Sædís lagði síðan upp sjötta og síðasta mark Vålerenga tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Geggjuð byrjun hjá Vålerenga sem ætlar sér að verja titilinn í ár.

Í B-deildinni skoraði Skagfirðingurinn Marie Jóhannsdóttir eitt mark í 3-1 sigri Molde á Arna-Björnar. Ágætis dagur hjá Íslendingunum í Noregi.


Athugasemdir
banner