Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   þri 23. apríl 2024 14:53
Elvar Geir Magnússon
Sjö stjórar sagðir á blaði hjá Man Utd
Thiago Motta stjóri Bologna.
Thiago Motta stjóri Bologna.
Mynd: EPA
Tuchel vill snúa aftur í enska boltann.
Tuchel vill snúa aftur í enska boltann.
Mynd: EPA
Enskir sparkspekingar telja næsta víst að Erik ten Hag verði ekki áfram stjóri Manchester United á næsta tímabili.

Telegraph segir að Jason Wilcox, sem kominn er í nýja stöðu innan félagsins, eigi að gera úttekt á störfum Hollendingsins næstu vikur.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands og Graham Potter fyrrum stjóri Brighton og Chelsea hafa verið orðaðir við starfið en sagt er að efasemdir séu um hvort þeir myndu ráða við erfiðan búningsklefa Manchester United og hugarfarið innan hópsins.

Thomas Tuchel yfirgefur Bayern München í sumar og hefur lýst yfir vilja til að snúa aftur til starfa á Englandi. Hann er þekktur fyrir að vera ákveðinn og krefjandi persónuleiki fyrir yfirmenn sína og spurning hvort það hafi áhrif á ákvörðunina.

Sagt er að Ruben Amorim stjóri Sporting Lissabon sé einnig á blaði hjá United en hann hefur bæði verið orðaður við Liverpool og West Ham.

Thiago Motta hefur gert góða hluti með Bologna og er sagður á blaði hjá United, eins og Roberto De Zerbi hjá Brighton. Einnig hefur Michel sem stýrir spútnikliði Girona á Spáni verið nefndur.

Telegraph segir þó að menn séu ekki vissir um að þeir þrír séu með persónuleika til að höndla það að starfa sem stjóri hjá félagi í stærðargráðu United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner