Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   þri 23. apríl 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Timber skoraði magnað mark í fyrsta leiknum í átta mánuði
Jurrien Timber.
Jurrien Timber.
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Jurrien Timber er að stíga upp úr erfiðum meiðslum en hann spilaði með U23 liði Arsenal í gær og skoraði afskaplega fallegt mark.

Um var að ræða hans fyrsta leik í rúmlega átta mánuði.

Timber kom til Arsenal frá Ajax á síðasta ári en hann sleit krossband í fyrsta deildarleik með enska liðinu og hefur verið í endurhæfingu síðan vegna þess.

Hollendingurinn hefur verið að æfa með aðalliðinu að undanförnu og spilaði í gær langþráðan leik þegar U23 lið Arsenal mætti Blackburn Rovers.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Timber skoraði í gær en það er möguleiki á því að hann spili með aðalliðinu áður en tímabilið klárast. Arsenal er að berjast um sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar sumarið er á næsta leyti.


Athugasemdir
banner
banner
banner