Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   þri 23. apríl 2024 20:07
Brynjar Ingi Erluson
Trossard kom Arsenal yfir á Emirates - Átti Jackson að fá rautt?
Mynd: Getty Images
Arsenal er 1-0 yfir gegn Chelsea á Emirates-leikvanginum þökk sé marki Leandro Trossard á 4. mínútu.

Trossard er að reynast Arsenal gríðarlega mikilvægur í titilbaráttunni og gerir hann ekki annað en að skora dýrmæt mörk fyrir liðið.

Declan Rice kom á mikilli ferð í átt að teignum, lagði boltann vinstra megin við sig á Trossard sem setti boltann í netið. Afar einfalt hjá heimamönnum.

Arsenal-menn eru eflaust afar ósáttir að Chelsea sé ekki að spila manni færri.

Nicolas Jackson, framherji Chelsea, steig harkalega ofan á Takehiro Tomiyasu en fékk ekki einu sinni spjald fyrir. Þetta gerðist þegar um tíu mínútur voru búnar af leiknum.

Markið og myndband af broti Jackson má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Trossard
Athugasemdir
banner
banner
banner