Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2020 09:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla ekki að selja Sancho til erkifjenda sinna
Powerade
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Pochettino er til í nýtt verkefni.
Pochettino er til í nýtt verkefni.
Mynd: Getty Images
Það er úr nægu að taka í slúðurpakka dagsins, en BBC tók saman þá mola sem eru hér að neðan.

Chelsea, Manchester United og Leicester hafa haft samband við umboðsmann Philippe Coutinho (27), leikmanns Barcelona sem er í láni hjá Bayern München. Chelsea væri fyrsta val Coutinho. (Sun)

Willian (31), kantmaður Chelsea, hefur gefið það í skyn að hann muni skrifa undir stuttan samning til loka tímabilsins. Núgilandi samningur hans rennur út 30. júní, en engar líkur eru á því að enska úrvalsdeildin verði búin þá. (Mail)

Leicester leiðir kapphlaupið um Adam Lallana (32), miðjumann Liverpool. Samningur Lallana rennur út eftir tímabilið, en Arsenal, Crystal Palace, Everton og West Ham hafa einnig sýnt honum áhuga. (Star)

John Barnes, fyrrum sóknarmaður Liverpool, segir að Erling Braut Haaland (19), sóknarmaður Borussia Dortmund, hafi það sem til þarf til að leysa Roberto Firmino (28) hjá Liverpool. (Express)

Það er búið að fullvissa Ole Gunnar Solskjaer, stjóra Manchester United, að félagið verði samkeppnishæft í næsta félagaskiptaglugga þrátt fyrir að hafa tapað 28 milljónum punda í kórónuveirufaraldrinum. (Express)

Bayern München var farið að auka áhuga sinn á Jadon Sancho (20), kantmanni Borussia Dortmund, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Dortmund, sem telur sig geta fengið 100 milljónir punda fyrir Sancho, ætlar ekki að selja hann til erkifjenda sinn. (Metro)

Mauricio Pochettino, fyrrum stjóri Tottenham, er að leita að rétta verkefninu, en hann hefur verið orðaður við Newcastle. (Express)

Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, gæti farið þegar samningur hans rennur út 30. júní. (ESPN)

Dimitar Berbatov, fyrrum sóknarmaður sem lék meðal annars með Bayer Leverkusen, Tottenham og Manchester United, hefur varað Kai Havertz (20), miðjumann Leverkusen, við því að fara í ensku úrvalsdeildina. (Evening Standard)

Manchester City er búið að bætast í kapphlaupið um Havertz sem er mjög eftirsóttur. (Sun)

Chelsea hefur áhuga á Xavier Mbuyamba (18), hollenskum varnarmanni Barcelona. (Evening Standard)

Marc-Andre ter Stegen (28), markvörðurinn öflugi, er að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Barcelona sem er mikið áfall fyrir Chelsea sem hafði haft mikinn áhuga á honum. (Sun)

Opnunartilboð Paris Saint-Germain í sóknarmanninn Mauro Icardi (27) hljóðaði upp á 44,7 milljónir punda með 8,9 milljónum punda í greiðslum síðar meira. Icardi hefur verið á láni í París frá Inter síðan síðasta sumar. (Sky Sports)

Bernard Joannin, forseti Amiens í Frakklandi, segir að West Ham sé eitt þeirra félaga sem vilji kaupa sóknarmanninn Serhou Guirassy (24) frá Amiens. (Star)

Arsenal og Chelsea hafa bæði áhuga á Kaan Kurt (18), varnarmanni sem spilar í varaliði Borussia Mönchengladbach. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner