Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 23. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum unglingaliðsleikmaður PSG lést 24 ára
Jordan Diakiese, fyrrum leikmaður í akademíu franska meistaraliðsins Paris Saint-Germain, er látinn 24 ára að aldri.

A.S Furiani Agliani, félag sem Diakiese spilaði síðast með, sagði frá þessum tíðindum. Dánarosökin kemur ekki fram.

Diakiese kom upp úr akademíu PSG, en náði ekki að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins. Hann spilaði í Sviss og Króatíu áður en hann samdi við Furiani Agliani síðasta sumar. Diakiese spilaði þá með U20 og U21 landsliðum Frakka.

Paris Saint-Germain sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum Twitter: „Við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu, ástvina og félags Jordan Diakiese."

Athugasemdir
banner