Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jordan Tyler orðaður við Víði og Kórdrengi
Tyler í leik með Hetti um árið.
Tyler í leik með Hetti um árið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexander Már Þorláksson, sóknarmaður Fram, var gestur Ingólfs Sigurðssonar í síðasta þætti af Ástríðunni hér á Fótbolta.net þar sem fjallað er um neðri deildirnar.

Alexander Már var markahæsti leikmaður 3. deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði 28 mörk í 21 leik með KF, sem fór upp um deild.

Rólegt hefur verið á félagaskiptamarkaðnum undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins, en það gæti farið að bæta í þar þegar styttist í mót.

Alexander segist hafa heyrt að Jordan Tyler, fyrrum leikmaður Þróttar Vogum, Hattar og KF sé að koma aftur hingað til lands.

„Ég heyrði að Jordan Tyler sé að fara í Víði eða Kórdrengi, mér var sagt það," sagði Alexander, en bæði þessi lið leika í 2. deild karla.

Tyler meiddist hræðilega fyrir síðasta tímabil á gervigrasvelli á Selfossi. Jordan hefur að undanförnu verið að æfa vel í Bandaríkjunum.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Ástríðan - Markahrókurinn Alexander
Athugasemdir
banner
banner