Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kabasele kaldhæðinn: Pössum að einn smitist í hverri viku svo við föllum ekki
Christian Kabasele
Christian Kabasele
Mynd: Getty Images
Fyrr í kvöld var greint frá því að tveir einstaklingar í ensku úrvalsdeildinni væru með Covid-19.

Christian Kabasele, varnarmaður Watford, ákvað að svara einum af kenningarsmiðunum sem settu færslu sína við tilkynningu SkySports um að tveir leikmenn í viðbót frá Watford hefðu farið í einangrun eftir að Mariappa var greindur með veiruna. Kabasele kom með sitt svar í kjölfar fregnanna í kvöld.

Neil Peter skrifar við færslu Sky Sports: „Ég hafði enga skoðun á Watford fyrir þetta en þeirra hegðun hefur verið óboðleg í gegnum þetta ferli, taktík þeirra liggur í að sleppa við fall og er hún mjög auðlesin. Ég væri hneykslaður ef ég væri stuðningsmaður Watford."

Adrian Mariappa greindist með veiruna eftir skimanir þriðjudagsins en í dag bættust tveir í viðbót eftir skimanir föstudags. Þeir aðilar fara í viku einangrun. Mariappa er varnarmaður Watford og telur Peter að Watford sé með eitthvað plott á bakvið tjöldin.

Svar Kabasele: „Leyfðu mér að útskýra okkar taktík: Við sprautum einn með covid19 í hverri viku. Við veljum einn leikmann eða starfsmann og með þessu pössum við upp á að við þurfum ekki að spila aftur og komum í veg fyrir fall," skrifar Kabasele og bætir við kalli sem heldur utan um andlit sér til að sýna kaldhæðnina í skrifum sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner