Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 23. maí 2020 10:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pernille Harder: Sara er óstöðvandi
Kvenaboltinn
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var í viðtali við heimasíðu FIFA í gær. Sara ræðir þar meðal annars bókina sína „Óstöðvandi" sem kom út fyrir síðustu jól sem og erfið meiðsli á ferli sínum.

Sara mun fara frá þýska stórliðinu Wolfsburg eftir tímabilið en hún hefur verið sterklega orðuð við Lyon í Frakklandi. Sara segir markmiðið vera að kveðja Wolfsburg með tveimur titlum.

Pernille Harder, landsliðskona Danmerkur og ein besta fótboltakona í heimi, er liðsfélagi Söru hjá Wolfsburg. Hún skrifar um Söru á samfélagsmiðlinum Twitter í dag í kjölfar viðtalsins við heimasíðu FIFA.

„Ég hef notið þess að hafa Söru sem liðsfélaga síðastliðin þrjú ár. Hún er ekki bara liðsfélagi, heldur vinur fyrir lífstíð. Hún veitir innblástur og já, hún er óstöðvandi. Kannski er kominn tími á að þýða bókina yfir á ensku," skrifar Harder, en færslu hennar má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner