Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. maí 2020 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho fyrstur til að koma að 30 mörkum
Sancho og liðsfélagar hans fagna í dag.
Sancho og liðsfélagar hans fagna í dag.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, enskur kantmaður Borussia Dortmund, er fyrsti leikmaðurinn sem kemur að 30 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Sancho lagði upp síðara mark Dortmund fyrir Achraf Hakimi í 2-0 sigri á Wolfsburg í dag.

Sancho byrjaði á bekknum, eins og gegn Schalke um síðustu helgi, en hann kom inn á þegar 65 mínútur voru búnar og náði að leggja sitt af mörkum á þeim mínútum sem hann fékk.

Sancho, sem er tvítugur að aldri, hefur núna skorað 14 mörk og lagt upp 16 í 25 deildarleikjum á þessu tímabili.

Miklar líkur eru taldar á því að þetta sé síðasta tímabil Sancho í Dortmund og hefur hann verið sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildinni. Hann er hvað mest orðaður við Manchester United.

Sjá einnig:
Ætla ekki að selja Sancho til erkifjenda sinna

Athugasemdir
banner
banner