Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 15:58
Elvar Geir Magnússon
Maguire ekki í úrslitaleiknum - „Rashford þarf að svara með fótunum“
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester City mætir Manchester United í úrslitaleik FA bikarsins á laugardaginn. Erik ten Hag stjóri United ræddi við fjölmiðla á fréttamannafundi í dag.

„Við eigum möguleika. Við vitum að þetta verður erfitt en við verðum að láta reyna á þetta og hafa trú. Þetta er stórt tækifæri til að vinna bikar," segir Ten Hag en nær allir búast við sigri þeirra ljósbláu.

Ten Hag greindi frá því að varnarmaðurinn reynslumikli Harry Maguire gæti ekki verið með í leiknum. Bati hans hefur ekki gengið eins vel og vonast hafði verið eftir.

Kom hingað til að vinna bikara
Hollendingurinn vildi ekki svara spurningum um hvort þetta gæti verið hans síðasti leikur sem stjóri United.

„Ég hef ekkert að segja. Ég einbeiti mér bara að starfi mínu og að reyna að vinna leikinn á laugardag. Ég kom hingað til að vinna bikara og það er möguleiki á því um helgina."

Lægðirnar geta virkað sem bensín
Sóknarmaðurinn Marcus Rashford var ekki valinn í enska landsliðshópinn fyrir EM og var Ten Hag spurður út í það.

„Það eru hæðir og lægðir á ferli mans. Lægðirnar geta virkað sem bensín og ég sé það á æfingum. Hann er mjög mótiveraður. Hann þarf að svara með fótunum. Ég er viss um að hann kemst í gegnum þetta og nær fleiri mörkum," segir Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner