Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti að vera framtíðarleikmaður Man Utd en missti tökin algjörlega
Brandon Williams dæmdur í skilorðsbundið fangelsi
Brandon Williams.
Brandon Williams.
Mynd: EPA
Hefur ekki spilað fótbolta í 18 mánuði.
Hefur ekki spilað fótbolta í 18 mánuði.
Mynd: EPA
Brandon Williams, fyrrum leikmaður Manchester United, var í dag dæmdur í 14 mánaða fangelsi fyrir hættulegan akstur. Hann þarf ekki að sitja inni þar sem dómurinn er skilorðsbundinn.

Williams þarf einnig að sinna 180 klukkustundum af samfélagsþjónustu og þá verður ökuskírteinið tekið af honum í þrjú ár.

Williams var tekinn á rúmlega 160 kílómetra hraða á klukkustund og var hann búinn að taka inn hlátursgas.

Williams var einu sinni talinn arftaki Luke Shaw hjá Manchester United, en núna er hann atvinnulaus og það eru 18 mánuðir síðan hann spilaði síðast fótbolta. Telegraph veltir því fyrir sér hvort hann muni nokkurn tímann spila aftur en í grein þeirra segir að saga Williams sé gott fordæmi fyrir aðra unga fótboltamenn sem eru í slæmum félagsskap.

Í greininni segir að Williams hafi átt erfitt með að segja nei og það hafi háð honum. Vinir hans hafi nýtt sér það og Williams hafi borgað fyrir allt.

Hann lenti í miklum vandræðum utan vallar og það var erfitt að taka ekki eftir því. United reyndi allt til þess að koma honum aftur á beinu brautina en það tókst ekki. Hann fékk ekki nýjan samning og átti mjög erfitt andlega eftir það, átti erftitt með að koma sér fram úr rúminu.

„Vinir mínir fóru á bak við mig, þeir stungu mig í bakið," sagði Williams í hlaðvarpi Ben Foster. „Ég fer í svona ham þar sem mér er alveg sama hvað gerist og hvað ég geri."

Williams segist hafa misst ástina á fótboltanum og rætt við sálfræðing í kjölfarið á því. Það er í raun bara spurning hvort hann spili einhvern tímann aftur.
Athugasemdir
banner