Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. júní 2018 12:36
Magnús Már Einarsson
Góðar fréttir af Ikeme
Icelandair
Carl Ikeme.
Carl Ikeme.
Mynd: Getty Images
Carl Ikeme, markvörður Wolves og nígeríska landsliðsins, greindist með krabbamein í fyrra. Ikeme var aðalmarkvörður Nígeríu áður en hann veiktist.

Fyrir leik Íslands og Nígeríu í gær sendu leikmenn íslenska landsliðsins góðar kveðjur á Ikeme en Jón Daði Böðvarsson spilaði með honum hjá Wolves. Leikmenn íslenska liðsins voru saman á mynd með íslenska landsliðstreyju merkta Ikeme en hann fær treyjuna að gjöf.

Ikeme kom með góðar fréttir á Twitter í dag en krabbameinsmeðferð hans hefur gengið vel.

„Eftir ár af stífri krabbameinsmeðferð þá vil ég deila því með ykkur að ég er á batavegi," sagði Ikeme á Twitter í dag.

„Ég á ennþá eftir að taka mörg skref til að læknast en vonandi get ég haldið áfram og náð að lifa eðlilegu lífi. Ég vil þakka öllum fyrir stuðninginn undanfarið ár. Þakka ykkur fyrir ❤️"

Sjá einnig:
Íslenska landsliðið sendir Ikeme góða kveðju - Berst við krabbamein
Uzoho: Vel gert hjá Íslandi að gefa Ikeme treyju
Heimir um kveðjuna til Ikeme: Knattspyrnan er stór fjölskylda
Athugasemdir
banner
banner