Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. júní 2021 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: Svíþjóð vann riðilinn - Flóðgáttirnar opnuðust hjá Spáni
Skoraði tvennu í dag en það dugði ekki.
Skoraði tvennu í dag en það dugði ekki.
Mynd: EPA
Flóðgáttirnar opnuðust hjá Spánverjum.
Flóðgáttirnar opnuðust hjá Spánverjum.
Mynd: EPA
Svíar eru sigurliðið í E-riðlinum á Evrópumótinu. Þetta varð ljóst eftir síðustu leiki riðilsins sem fóru fram í kvöld.

Svíar mættu Robert Lewandowski og félögum í Póllandi. Það tók Svíana aðeins rúmar 80 sekúndur að ná forystunni en markið gerði Emil Forsberg.

Forsberg var í stuði í dag, rétt eins og markvörðurinn Robin Olsen. Sænski markvörðurinn var stórkostlegur í dag og varði nokkrum sinnum mjög vel.

Pólverjar fengu svo sannarlega tækifæri til að jafna en Olsen var traustur sem steinn, og á 59. mínútu skoraði Forsberg sitt annað mark. Adam var ekki lengi í paradís því Robert Lewandowski minnkaði muninn stuttu síðar. Það var stress á Svíunum eftir það, og Lewandowski jafnaði svo metin á 84. mínútu leiksins.

Pólverjar lögðu mikið kapp í að vinna leikinn á síðustu mínútum leiksns enda sæti í 16-liða úrslitunum í húfi. Svíar nýttu sér sóknarþunga Pólverja með því að skora í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-1 fyrir Svíþjóð sem vinnur riðilinn. Spánn endar í öðru sæti eftir 5-0 stórsigur gegn Slóvakíu. Viktor Claesson skoraði sigurmark Svía á 93. mínútu.

Spánverjar hafa verið í vandræðum með sóknarleik sinn á mótinu, en leikurinn byrjaði ekki vel fyrir þá í dag. Martin Dubravka varði vítaspyrnu Alvaro Morata snemma leiks. Dubravka breyttist hins vegar úr hetju í skúrk þegar hann kýldi boltann í eigið net gríðarlega klaufalega.

Þetta opnaði flóðgáttirnar því Spánverjar bættu við fjórum mörkum til viðbótar og unnu að lokum 5-0. Frábær sigur Spánverja sem hafna í öðru sæti og mæta Króatíu í 16-liða úrslitunum. Það er ekki enn ljóst hverjum Svíar mæta. Slóvakía endar í þriðja sæti riðilsins en á ekki möguleika á að komast áfram.

Svíþjóð 3 - 2 Pólland
1-0 Emil Forsberg ('2 )
2-0 Emil Forsberg ('59 )
2-1 Robert Lewandowski ('61 )
2-2 Robert Lewandowski ('84 )
3-2 Viktor Claesson ('90 )

Slóvakía 0 - 5 Spánn
0-0 Alvaro Morata ('12 , Misnotað víti)
0-1 Martin Dubravka ('30 , sjálfsmark)
0-2 Aymeric Laporte ('45 )
0-3 Pablo Sarabia ('56 )
0-4 Ferran Torres ('67 )
0-5 Juraj Kucka ('71 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner