Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   sun 23. júní 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
2. deild kvenna: KR fyrstar til að vinna Völsung - Karólína með þrennu
KR-ingar með góðan sigur
KR-ingar með góðan sigur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Tveir leikir voru spilaðir í 2. deild kvenna í gær. KR voru fyrstar til að vinna Völsung og Einherjakonur unnu Augnablik fyrir austan.


Völsungskonur voru með fullt hús stiga fyrir leikinn við KR í gær á PCC vellinum í Húsavík. Það var Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir sem braut ísinn fyrir KR í lok fyrri hálfleiks og þar við sat í hálfleik, 1-0 fyrir KR.

Krista Eik Harðardóttir var ekki lengi að jafna leikinn fyrir heimakonur í seinni hálfleiks en innan við mínútu eftir jöfnunarmarkið náðu KR-ingar að komast aftur yfir með marki frá Birtu Ósk Sigurjónsdóttur. 

Völsungskonur náðu ekki að jafna leikinn og fyrsta tap Völsungs á tímabilinu staðreynd.

Það voru svo Einherjakonur sem fengu Augnablik í heimsókn á sama tíma fyrir austan

Karólína Dröfn Jónsdóttir kom heimakonum yfir eftir 12. mínútna leik en Lilja Þórdís Guðjónsdóttir jafnaði leikinn þegar hálftími var liðinn af leiknum. Rétt fyrir hálfleik var Karólína Dröfn aftur á ferðinni og kom Einherja yfir. Hálfleikstölur 2-1 fyrir Einherja.

Það dró til tíðinda þegar rúmar 10 mínútur voru eftir af leiknum þegar Karólína innsiglaði þrennuna sína og það var svo Borghildur Arnarsdóttir sem kláraði leikinn fyrir Einherja með þeirra fjórða marki.

Líf Joostdóttir van Bemmel minnkaði þó muninn í 4-2 þegar það voru 5 mínútur eftir af leiknum en Kópavogskonur náðu ekki að gera sér neitt mat úr því og lokatölu Einherji 4-2 Augnablik. 

Völsungur 1 - 2 KR

0-1 Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir ('38 )

1-1 Krista Eik Harðardóttir ('51 )

1-2 Birta Ósk Sigurjónsdóttir ('52 )

Einherji 4 - 2 Augnablik

1-0 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('12 )

1-1 Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('29 )

2-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('44 )

3-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('81 )

4-1 Borghildur Arnarsdóttir ('83 )

4-2 Líf Joostdóttir van Bemmel ('85 )


2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Völsungur 11 9 1 1 44 - 7 +37 28
2.    Haukar 11 9 1 1 52 - 17 +35 28
3.    KR 11 8 2 1 45 - 11 +34 26
4.    Einherji 11 7 2 2 29 - 16 +13 23
5.    ÍH 10 6 1 3 45 - 22 +23 19
6.    Fjölnir 10 5 1 4 34 - 17 +17 16
7.    KH 11 5 1 5 18 - 28 -10 16
8.    Augnablik 9 4 0 5 23 - 29 -6 12
9.    Sindri 11 3 1 7 23 - 53 -30 10
10.    Álftanes 10 2 1 7 20 - 30 -10 7
11.    Vestri 11 1 2 8 9 - 39 -30 5
12.    Dalvík/Reynir 10 1 2 7 12 - 43 -31 5
13.    Smári 10 0 1 9 5 - 47 -42 1
Athugasemdir
banner
banner