Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fim 23. júlí 2020 23:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Þú verður að skapa þér færi til að skora
Án sigurs í síðustu 5 leikjum liðsins
Án sigurs í síðustu 5 leikjum liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var þungur á brún eftir svekkjandi tap gegn erkifjendum sínum í HK en leikar enduðu með 1-0 sigri HK. Blikar eru nú án sigurs í síðustu 5 leikjum.

"Við nýttum ekki þá yfirburði sem við höfðum út á vellinum til að skapa okkur færi og það kom okkur um koll, HK voru þéttir og börðust eins og ljóm, hentu sér fyrir alla bolta, það kom okkur ekkert á óvart en við gerðum bara ekki nóg" Sagði Óskar Hrafn svekktur eftir leik.

"Mér fannst við ágætir á milli teiganna, mér fannst við geta varist betur þegar markið kemur en svo auðvitað sköpum við okkur ekki nógu mörg færi, fyrirgjafirnar voru ekki nógu góðar í kvöld, vorum ekki nógu grimmir í teignum eða þegar annar boltinn datt en þú verður að skapa þér færi til að skora en við áttum í erfiðleikum með að brjóta HK-menn á bak aftur í dag"

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Breiðablik

Horfðu Blikarnir á þennan leik eins og hann þurfti að vinnast?

"Það er enginn leikur í þessari deild "must win", auðvitað viltu bara koma inn í leikinn og spila vel og einhvern veginn vinna alla leiki en það hefur sýnt sig að það er ekki hægt en auðvitað vildum við vinna þennan leik"

Breiðablik hafa verið orðaðir við Jonathan Hendrickx fyrrum bakvörð Blika sem og Unnar Stein Ingvarsson leikmann Fram, getur Óskar staðfest það?

"Nei ég get ekki staðfest það að það séu neinar viðræður í gangi við félög þessara leikmanna þannig að nei ég get ekki staðfest það"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner