Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. júlí 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári tekur ekki við Swansea
Icelandair
Eiður Smári heldur bolta á lofti.
Eiður Smári heldur bolta á lofti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Liðið hafnaði í fjórða sæti í Championship-deildinni á síðasta tímabili en tapaði í úrslitaleik við Brentford um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Swansea hefur verið í stjóraleit eftir að Steve Cooper ákvað að hætta með liðið.

Ef hins vegar má marka frétt BBC frá því í dag, þá er Eiður ekki að taka við liðinu. Swansea er að ráða John Eustace sem nýjan knattspyrnustjóra sinn.

Eustace, sem er 41 árs, mun hætta sem aðstoðarþjálfari QPR til að taka við Swansea. Talið er að tilkynnt verði um ráðningu hans seinna um helgina eða í byrjun næstu viku.

Það er áhugavert að Eiður sé orðaður við starfið, svo sannarlega. Eiður er auðvitað aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla núna en í fyrra þjálfaði hann FH seinni hluta tímabils með stórgóðum árangri. Hann er þekkt stærð á Englandi eftir að hafa slegið í gegn sem leikmaður Chelsea fyrir um 20 árum síðan.
Athugasemdir
banner
banner