Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ramiro Funes Mori til Al Nassr (Staðfest) - Mikil uppbygging
Mynd: Getty Images
Sádí-arabíska félagið Al Nassr er búið að staðfesta komu argentínska landsliðsmannsins Ramiro Funes Mori til félagsins.

Funes Mori gengur í raðir Al Nassr eftir þriggja ára dvöl hjá Villarreal í spænska boltanum en hann varð meðal annars Evrópudeildarmeistari með liðinu í vor.

Funes Mori spilaði 67 leiki fyrir Everton áður en hann var fenginn til Villarreal og á þessi miðvörður 26 keppnisleiki að baki fyrir Argentínu.

Funes Mori er þrítugur og er partur af ógnvekjandi uppbyggingu í herbúðum Al Nassr en félagið er þegar búið að krækja í Anderson Talisca og Vincent Aboubakar í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner