Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. júlí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Nýr samningur á borðinu fyrir Saka
Bukayo Saka
Bukayo Saka
Mynd: EPA
Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka hefur fengið nýtt samningstilboð frá Arsenal en þetta kemur fram í Daily Mail í dag.

Samningur Saka við Arsenal rennur út árið 2024 og hefur hann hingað til ekki viljað binda sig til lengri tíma.

Saka, sem er tvítugur, ætlar að bíða og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, en hann vill spila í Meistaradeild Evrópu.

Arsenal var í viðræðum við Saka fyrr á þessu ári en talið er að hann væri búinn að framlengja samning sinn ef liðið hefði tryggt Meistaradeildarsæti undir lok tímabilsins.

Það gekk ekki eftir en Arsenal vill ekki missa einn besta leikmann liðsins á frjálsri sölu eftir tvö ár. Liverpool og Manchester City eru meðal þeirra liða sem hafa verið að fylgjast með samningsstöðu hans en Daily Mail segir nú að Arsenal hafi boðið honum nýjan samning.

Saka þénar nú 70 þúsund pund í vikulaun en laun hans myndu tvöfaldast ef hann skrifar undir nýja samninginn.

Þá kemur einnig fram að ekkert samkomulag sé í höfn og að Englendingurinn eigi eftir að svara tilboðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner