Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Henderson: Þetta verður að vera svona í öllum leikjum
Jordan Henderson og Jorginho ræða málin
Jordan Henderson og Jorginho ræða málin
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, var ánægður með 2-1 sigurinn á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Liverpool vann sjötta leik sinn á tímabilinu í deildinni og hefur því unnið alla leiki til þessa en Henderson viðurkenndi að leikurinn hafi reynst þeim afar erfiður.

„Þetta er erfitt en við vissum að það yrði þannig. Chelsea er gott lið og spila frábæran fótbolta en að við höfum komið hingað og gert það sem við ætluuðum að gera er frábært," sagði Henderson.

„Við erum í skýjunum. Við vissum að þeir myndu pressa á okkur en við áttum líka nokkur færi. Við fórum á völlinn með mikið sjálfstraust með það hugarfar að leggja okkur fram og elta þá um allan völl. Við gerðum það og vorum verðlaunaðir fyrir það. Þannig á það að vera í öllum leikjum og næsti leikur er alltaf stærsti leikurinn," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner