Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. september 2019 12:26
Fótbolti.net
Kristján Páll leggur skóna á hilluna
Kristján Páll Jónsson.
Kristján Páll Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Páll Jónsson, leikmaður Leiknis í Breiðholti, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann lék sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélagið í lokaumferð Inkasso-deildarinnar á laugardag.

Kristján bar þá fyrirliðabandið í 2-1 sigri Leiknis en liðið fór ósigrað í gegnum seinni umferð deildarinnar og endaði í þriðja sæti.

Kristján Páll er 31 árs og er næst leikjahæsti leikmaður Leiknis frá upphafi, hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir liðið í Íslandsmóti 2006.

Hann hjálpaði Leikni að komast upp í efstu deild 2014 og lék 19 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni 2015 og skoraði tvö mörk.

Kristján var lengi kantmaður en hefur síðustu ár leikið sem hægri bakvörður hjá Breiðhyltingum.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner