
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, greindi frá því í þætti gærdagsins að Hallbera Guðný Gísladóttir væri á leið til Svíþjóðar.
Hjörvar sagði að hann hefði heyrt af því að Valur væri í viðræðum við nýjan vinstri bakvörð og það sé vegna þess að Hallbera væri á leið í atvinnumennsku.
Hjörvar sagði að hann hefði heyrt af því að Valur væri í viðræðum við nýjan vinstri bakvörð og það sé vegna þess að Hallbera væri á leið í atvinnumennsku.
Hjörvar bætti þá við að Hallbera væri á leið til Svíþjóðar bæði til að spila fótbolta og bæta við sig menntun.
Hallbera er leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni og lék í gær með íslenska landsliðinu í 1-1 jafntefli gegn Svíþjóð. Hallbera er 34 ára gömul og á að baki 114 landsleiki.
Athugasemdir