Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 23. september 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Best að treysta á sjálfan sig
HK
HK
Mynd: Haukur Gunnarsson
Brynjar Björn
Brynjar Björn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson
Valgeir Valgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK mætir Breiðabliki í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardag. Breiðablik gæti með sigri orðið Íslandsmeistari og HK gæti með tapi fallið úr efstu deild.

HK er í 10. sæti, tveimur stigum fyrir ofan ÍA og stigi á eftir Keflavík. Breiðablik er stigi á eftir Víkingi sem spilar gegn Leikni á sama tíma. Fótbolti.net ræddi við Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfara HK, og spurði hann út í leikinn á laugardag.

Besgt að treysta á sjálfan sig
„Mér líst bara vel á þetta, þetta verður bara gaman og spennandi. Vonandi verða þokkalega aðstæður, þær fara skánandi með hverjum deginum. Það eru allir að spila fyrir eitthvað og þetta er bara spennandi verkefni."

„Bæði lið eru að spila leik sem mögulegur úrslitaleikur upp á lokastöðu í deildinni. Það er best að treysta á sjálfan sig, ef önnur úrslit fara okkur í hag eða ekki þá reynum við að klára okkar verkefni með besta móti,"
sagði Brynjar.

Sjá einnig:
Brynjar Björn verður áfram þjálfari HK

Verður einhver á bekknum sem fylgist með stöðu mála í Keflavík þar sem Keflavík og ÍA eigast við? „Nei, við höfum ekkert farið í gegnum það. Það er best að hugsa sem minnst um þann leik. Ef við förum að treysta á að einhverjir aðrir klári verkefnið fyrir okkur... það er ekki það sem við viljum."

Birnir Snær Ingason og Ívar Örn Jónsson verða í banni á laugardag. „Annars eru allir heilir og klárir."

Langþráð mark hjá Valgeiri
Hvernig ætlaru að leysa það að vinstri bakvörðurinn Ívar Örn verður í banni? „Það verður bara að koma í ljós á laugardaginn. Við vissum strax eftir leik á mánudag að Ívar yrði í banni og þá fór maður að skoða möguleikana sem eru í stöðunni."

Valgeir Valgeirsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í leiknum gegn Stjörnunni. Er sjáanlegt á honum að það var léttir að skora loksins mark? „Já, hann er búinn að vera elta þetta mark en heilt yfir, eins og ég hef alltaf sagt, hafa frammistöðurnar verið mjög góðar. Það er mjög erfitt að elta mark, stoðsendingu eða úrslit, það er best að einbeita sér að frammistöðunni. Við vitum hvernig Valgeir er, hann er duglegur og gefur sig allan í leikinn. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að fá þetta mark gefur honum smá auka sjálfstraust í þennan lokaleik."

Smá auka krydd
Kópavogsslagur og mögulegur úrslitaleikur fyrir bæði lið, við hverju býstu? „Ég held að stemningin verði góð, þetta er Kópavogsslagur og það hafa alltaf verið hörkuleikir og góð stemning á leikjunum. Það er kannski smá auka krydd í þessu núna. Eflaust verða Blikar og HK-ingar mjög spenntir og margir í stúkunni að fylgjast með gangi mála í öðrum leikjum. Ég held heilt yfir að það eigi ekki að það eigi ekki að hafa of mikil áhrif á leikinn sjálfan," sagði Brynjar að lokum.

Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner