Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 23. september 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Jói Berg fór meiddur af velli - Mark dæmt af Evans
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur lokið leik í kvöld, en hann fór meiddur af velli eftir aðeins 20 mínútur í leik Burnley og Manchester United á Turf Moor.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley en fékk högg í leiknum og þurfti að fara af velli á 20. mínútu. Nokkrum mínútum áður átti hann þátt í hættulegri sókn sem endaði með stangarskoti.

Þremur mínútum eftir það skoraði norður-írski varnarmaðurinn Jonny Evans fyrir United.

Sergio Reguilon átti laglega fyrirgjöf inn í teiginn á Evans sem stangaði boltann í netið. Þetta var stór stund fyrir Evans sem var að byrja leik fyrir United í fyrsta sinn síðan 2015, en VAR-teymið ákvað að ræna hann þeirri stund.

Rasmus Höjlund, sóknarmaður United, hafði áhrif með því að standa fyrir James Trafford, markvörður Burnley og markið því dæmt af.

Staðan er enn markalaus þegar 43 mínútur eru liðnar af leiknum.

Sjáðu markið sem var dæmt af Evans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner