Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 23. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
U17: Margir Hafnfirðingar í hóp fyrir mikilvæga leiki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U17 kvenna er búinn að velja landsliðshópinn sem tekur þátt í undankeppni EM dagana 10.-19. október.


Hópurinn mun æfa saman í Garðabæ 7.-9. október áður en flogið verður út til Póllands.

Ísland byrjar á leik við heimastelpur í Póllandi 12. október og spilar svo við Írland þremur dögum síðar. Lokaleikurinn verður svo gegn Noregi.

Þrjú efstu lið riðilsins fara áfram í næstu umferð en neðsta liðið fellur niður um deild í undankeppninni. Ísland er í efstu deild og fær þess vegna svona erfiðan riðil.

Landsliðshópurinn er skipaður 20 leikmönnum þar sem hafnfirsku félögin Haukar, FH og ÍH eiga í heildina sjö fulltrúa á meðan Breiðablik og Augnablik eiga þrjá.

Landsliðshópur U17 kvenna:
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - Haukar
Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir - Haukar
Andrea Elín Ólafsdóttir - Haukar
Alma Rós Magnúsdóttir - Keflavík
Brynja Rán Knudsen - Þróttur
Arnfríður Auður Arnarsdóttir - Grótta
Hrefna Jónsdóttir - Stjarnan
Katla Guðmundsdóttir - KR
Helga Rut Einarsdóttir - Grindavík
Sunna Rún Sigurðardóttir - ÍA
Herdís Halla Guðbjartsdóttir - FH
Thelma Karen Pálmadóttir - FH
Anna Rakel Snorradóttir - ÍH
Jónina Linnet - ÍH
Edith Kristín Kristjánsdóttir - Augnablik
Bryndís Halla Gunnarsdóttir - Augnablik
Líf Joostdóttir Van Bemmel - Breiðablik
Freyja Stefánsdóttir - Víkingur R.
Hrafnhildur Salka Pálmadóttir - Álftanes
Karlotta Björk Andradóttir - Álftanes


Athugasemdir
banner
banner
banner