Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 23. október 2019 14:30
Elvar Geir Magnússon
Njósnarar Man City fylgjast með Fabian
Manchester City er meðal félaga sem hafa áhuga á Fabian Ruiz hjá Napoli. Þessi 23 ára leikmaður var valinn besti leikmaður EM U21 landsliða síðasta sumar þegar hann hjálpaði Spáni að vinna mótið.

Napoli fékk Fabian frá Real Betis 2018 og hefur hann hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína í ítalska boltanum.

Njósnarar frá Manchester City verða á leik Napoli gegn Salzburg í kvöld.

Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga á Fabian en honum hefur verið líkt við David Silva, leikmanni Man City.

Fabian lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán fyrr á þessu ári og ljóst að hann mun kosta sitt ef Napoli ákveður að selja.
Athugasemdir
banner