Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Geta horft á leikinn í kvikmyndasal en mega ekki mæta á völlinn
London leikvangurinn.
London leikvangurinn.
Mynd: Getty Images
David Moyes, stjóri West Ham, kallar eftir útskýringum frá stjórnvöldum á því að stuðningsmenn mega ekki mæta á völlinn en geta horft á leikinn í kvikmyndahústi við hlið leikvangsins.

Vue kvikmyndahúsið, sem er í verslunarmiðstöð sem er í tíu mínútna göngufjarlægð frá London leikvangnum, sýnir leik West Ham og Manchester City sem verður í hádeginu á morgun.

„Fólk mun horfa á leikinn í kvikmyndahúsi hérna rétt hjá. Af hverju getur það ekki verið utandyra í fersku lofti og í stúkunni?" spyr Moyes.

„Við verðum að fá útskýringar á því af hverju fólk fær ekki að mæta á völlinn. Er það út af almenningssamgöngunum eða kannski börunum? Við verðum að fá útskýringar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner