Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   mið 23. október 2024 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Spilar í Bestu eftir rúman áratug í atvinnumennsku - „Stoltur af sjálfum mér að hafa náð því"
Vill sýna Íslendingum hversu öflugur hann er
Mættur heim til Íslands.
Mættur heim til Íslands.
Mynd: Stjarnan
'Það var langskemmtilegast að spila í Bundesligunni'
'Það var langskemmtilegast að spila í Bundesligunni'
Mynd: SKF
Í leik gegn Manchester United.
Í leik gegn Manchester United.
Mynd: SKF
Á að baki átta A-landsleiki og var síðast í hópnum fyrir fjórum árum síðan.
Á að baki átta A-landsleiki og var síðast í hópnum fyrir fjórum árum síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu í Rússlandi árið 2018.
Á æfingu í Rússlandi árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel var gjaldgengur í U21 landsliðið þegar hann var valinn í HM hópinn. Hann bar fyrirliðabandið í síðustu tveimur U21 landsleikjunum sínum.
Samúel var gjaldgengur í U21 landsliðið þegar hann var valinn í HM hópinn. Hann bar fyrirliðabandið í síðustu tveimur U21 landsleikjunum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson gekk í raðir Stjörnunnar fyrr í þessum mánuði eftir rúman áratug í atvinnumennsku erlendis. Samúel er miðjumaður sem var á sínum tíma fastamaður í íslenska landsliðshópnum en hefur ekki fengið kallið undanfarin ár. Hann var meðal annars í hópnum sem fór á HM í Rússlandi 2018.

Samúel er uppalinn hjá Keflavík en hélt ungur til Reading. Í atvinnumennsku hefur hann leikið með Vålerenga, Viking, Paderborn og síðasta Atromitos í Grikklandi. Hann ræddi við Fótbolta.net um ákvörðunina að koma heim til Íslands og ýmislegt annað.

„Ég er búinn að vera á Íslandi í sumar, búinn að vera í fríi eftir langt tímabil í Grikklandi. Við vorum í viðræðum við nokkur lið úti, en eftir að hafa verið hér á Íslandi heillaði alltaf meira og meira að semja hér, verandi líka með tvö börn," segir Samúel sem hafnaði tilboðum erlendis frá.

„Það var engin spes tímasetning þar sem ég ákvað að ég myndi vilja spila heima. Ég hef aldrei spilað heima nema þessa tvo leiki með Keflavík árið 2013. Ég er á góðum aldri og ef ég ætti að koma heim þá myndi ég vilja eiga mikið inni, koma inn af fullum krafti og fannst rétti tíminn að gera það núna."

Á kristaltæru eftir samtal við Jökul
En af hverju Stjarnan?

„Mér finnst Stjarnan bara vera mjög flottur klúbbur, hér er unnið mjög flott starf og búið að byggja upp aðferð hvernig er spilað. Hér eru ungir leikmenn í bland við reynslu og stíllinn sem liðið spilar hentar mér mjög vel. Ég átti gott spjall við Jökul og eftir það var þetta í raun kristaltært. Það voru nokkrir kostir á Íslandi, en eftir spjallið við Jökul þá fannst mér þetta besti kosturinn."

Stjarnan stórhuga
Í samtölum við Jökul og Stjörnuna, er alveg ljóst að félagið er stórhuga fyrir næsta tímabil og næstu árum?

„Klárlega. Ég er tiltölulega nýkominn en, eins og þeir hafa sagt sjálfir, þá eru þeir stórhuga og vilja taka næstu skref. Þeir vilja festa sig í toppsætunum og komast í Evrópu. Félagið vill gera það á næstunni og ég vil vera partur af því verkefni."

Er erfitt að segja skilið við atvinnumennskuna úti eftir rúmlega áratug úti?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég var á 14. ári úti og er sáttur með ákvörðunina. Þegar þú ert ánægður með þína ákvörðun þá pælirðu ekki í öðru, þetta er bara nýtt upphaf og ég horfi á þetta með björtum augum."

Samúel lék 230 leiki sem atvinnumaður, spilaði í efstu deild Þýskalands, Noregs og Grikklands. Hann vann bikarinn í Noregi árið 2019 með Viking, var þá á láni frá Vålerenga, og fékk í kjölfarið tækifærið á að spila í efstu deild í Þýskalandi.

Neitaði áframhaldandi samning í Grikklandi
Var í myndinni að þú yrðir áfram í Grikklandi? „Okkur var boðinn samningur sem við neituðum. Það var alltaf möguleiki að vera áfram, en við mátum það svo að það væri ekki rétta skrefið að vera lengur þar."

„Nei, það kom ekkert upp á. Það var bara þetta klassíska, eins og einhverjir hafa upplifað, vangoldin laun, ekki borgað á réttum tíma, alls konar ákvarðanir hjá félaginu sem ég ætla ekki að fara of mikið í."


Er að koma inn á sín bestu ár
Upplifir þú þig eins og þú sért á toppi þíns ferils?

„Klárlega. Ég verð 29 ára í febrúar og er að koma inn á mín bestu ár. Ég horfi í það að koma í Stjörnuna af krafti og sýna virkilega hvað ég get. Ég vil sýna það sem ég hef gert úti á Íslandi."

Er það einhvers staðar aftast í höfðinu að ef þú átt frábært tímabil á næsta ári, að það sé möguleiki að fara aftur út? „Allur hugur minn er hjá Stjörnunni, það er númer eitt, tvö og þrjú."

Gat merkt við það á tékklistanum
Hvar leið þér best sem atvinnumaður?

„Mér leið best og spilað best með Viking. Við vorum í Evrópukeppni þegar ég var þar og árin þar voru þau bestu. En það var langskemmtilegast að spila í Bundesligunni, þá leiki sem ég spilaði þar í covid. En bestu árin voru hjá Viking þegar við tókum bikarinn og bronsið. Axel Óskar var þarna með í liðinu í byrjun, svo sleit hann krossband."

Samúel minntist á þýsku úrvalsdeildina, Bundesliga. Hann lék með þýska liðinu Paderborn árið 2020, lék reyndar einungis fimm leiki með liðinu.

„Ég fór þangað beint frá Vålerenga Það var risaskref að fara beint í þýsku úrvalsdeildina. Það var klikkað. Það var eitt af því sem var á tékklistanum sem atvinnumaður; að spila í einni af topp 5 deildunum. Ég er stoltur af sjálfum mér að hafa náð því. Það var alveg geggjað."

„Það var klárlega mikil pressa, svo sem eins og alls staðar, en það var kannski sérstaklega þarna að ef þú varst ekki á tánum þá var næti maður klár. Það var hörku samkeppni sem er bara gott líka. Nei, mér fannst þeir ekkert ósanngjarnir. Það var stjórnandi sem fékk mig inn, en hann var rekinn stuttu eftir það og annar kom inn. Sá vildi bara fá sína leikmenn. Það er bara eitthvað sem gengur og gerist, við gátum ekki gert neitt í því,"
segir Samúel sem hélt til Viking eftir það.

Yrði algjör plús að spila í Evrópu á næsta tímabili
Stjarnan er enn í Evrópuséns þegar ein umferð er eftir af deildinni. Liðið þarf að vinna FH í lokaumferðinni og treysta á að ÍA vinni Val á Hlíðarenda á sama tíma.

„Mér líður mjög vel með að vera kominn í Stjörnuna. Ég næ núna að æfa með liðinu út tímabilið og að kynnast liðinu. Mér finnst mikilvægt að mæta á þessar æfingar, kynnast liðinu og öllu í kring. Það er bara búið að vera jákvætt til þessa, flottir leikmenn og bjartir tímar framundan hjá Stjörnunni."

„Það yrði auðvitað algjör bónus ef liðið nær Evrópusæti, Evrópu er geggjað fyrir alla og yrði algjör plús. Við sjáum hvað verður, en ef það verður Evrópusæti þá væri það bara geggjað,"
segir Samúel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner