Hermann Hreiðarsson færist samkvæmt heimildum Fótbolta.net nær því að taka við Val. Fótbolti.net sagði frá viðræðum mill Vals og Hermanns á þriðjudag og virðast þær viðræður hafa gengið vel.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Chris Brazell aðstoðarmaður Hermanns hjá Val en Brazell, sem er fyrrum þjálfari Gróttu, er í dag titlaður em afreksþjalfari hjá félaginu.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður Chris Brazell aðstoðarmaður Hermanns hjá Val en Brazell, sem er fyrrum þjálfari Gróttu, er í dag titlaður em afreksþjalfari hjá félaginu.
Hermann kemur til Vals frá HK þar sem hann hefur verið í eitt ár. Hann endaði með HK í 4. sæti Lengjudeildarinnar, komst í úrslitaleik umspilsins um sæti í Bestu deildinni en þar tapaði liðið gegn Keflavík.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, er í dag þjálfari Vals og stýrir sínum síðasta leik á laugardag þegar Valur fer í Víkina og mætir þar Íslandsmeisturum Víkings. Valur endar í 2. sæti deildarinnar og endaði líka í 2. sæti Mjólkurbikarsins eftir tap gegn Vestra í úrslitaleik. Túfa tók við liðinu í ágúst í fyrra eftir að Arnar Grétarsson var látinn fara.
Athugasemdir