Danski miðjumaðurinn Jonas Gemmer hefur yfirgefið ÍA.
Hann óskaði eftir því við ÍA að fá að yfirgefa félagið eftir þetta tímabil af persónulegum ástæðum og félagið hefur orðið við þeirri ósk.
Gemmer gekk í raðir ÍA í sumarglugganum og kom við sögu í þremur leikjum í júlí og ágúst en hefur ekki verið í hópnum í síðustu sex leikjum.
Hann óskaði eftir því við ÍA að fá að yfirgefa félagið eftir þetta tímabil af persónulegum ástæðum og félagið hefur orðið við þeirri ósk.
Gemmer gekk í raðir ÍA í sumarglugganum og kom við sögu í þremur leikjum í júlí og ágúst en hefur ekki verið í hópnum í síðustu sex leikjum.
Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við ÍA í sumar en er nú farinn aftur til Danmerkur.
Hann hefur spilað með Hvidovre, Horsens og Midtjylland, á að baki yfir 150 leiki í dönsku úrvalsdeildinni.
„Við þökkum Jonas fyrir hans tíma hjá félaginu og óskum honum góðs gengis í næstu skrefum," segir í tilkynningu ÍA.
Athugasemdir