Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 17:13
Kári Snorrason
Belfast
Ferskir vindar í starfsteyminu - „Maður skynjar þekkinguna“
Eimskip
Ólafur og Amir komu báðir frá Þrótti til landsliðsins.
Ólafur og Amir komu báðir frá Þrótti til landsliðsins.
Mynd: KSÍ
Amir Mehica er markvarðarþjálfari en hann sér einnig um föstu leikatriði liðsins.
Amir Mehica er markvarðarþjálfari en hann sér einnig um föstu leikatriði liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið er komið saman á ný í fyrsta sinn frá Evrópumótinu í sumar. Á EM tapaði íslenska liðið öllum sínum leikjum og er landsliðið án sigurs í síðustu tólf leikjum sínum.  

Tvær breytingar urðu á starfsteyminu eftir EM, annars var Ólafur Kristjánsson, ráðinn í starf aðstoðarþjálfara og hins vegar Amir Mehica í stöðu markvarðarþjálfara, ásamt því sér Amir um föst leikatriði.

Ólafur og Amir störfuðu saman hjá Þrótti en þeir taka þeir við af Ásmundi Haraldssyni sem gengdi stöðu aðstoðarþjálfara, og Ólafi Péturssyni markvarðarþjálfara.

Nú eru þeir Ólafur og Amir mættir til leiks í sitt fyrsta landsliðsverkefni, en Ísland mætir Norður-Írlandi annað kvöld í fyrri leik liðanna í umspili Þjóðadeildarinnar. Sæti Íslands í A-deild Þjóðadeildarinnar er í húfi í einvíginu en ef illa fer fellur liðið niður í B-deild.


Mikil ánægja virðist vera í hópnum virðist varðandi nýju mennina og segir Þorsteinn Halldórsson almenna ánægju í hópnum varðandi breytingarnar.

„Þeir hafa komið vel inn í þetta, koma með flotta hluti inn í þetta og góðan 'presence' inn. Það hefur allt gengið eins og í sögu. Ég finn ekkert annað en jákvæða strauma (frá hópnum). Þetta hefur gengið vel og smurt fyrir sig,“ sagði landsliðsþjálfarinn fyrr í dag. 

Karólína Lea og Glódís Perla fóru þá jafnframt fögrum orðum um nýju mennina.

„Við fáum auðvitað nýja menn inn í teymið. Mér líst mjög vel á þá, maður skynjar þekkinguna frá þeim, það er mikil reynsla í þeim báðum og það er gott að fá ferskt blóð inn,“  sagði Karólína .

„Við fáum inn nýjar raddir og nýja sýn frá þeim. Það hefur gengið vel og gaman að fá nýja punkta og nýjar áherslur. Þeir koma með ferskan blæ, nýja sýn. Hafa fylgst með lengi utan frá og það getur verið sterkt að fá þannig sýn á hvað maður hefur verið að gera. Óli hefur þá sérstaklega verið að koma með góða punkta varðandi sóknarleikinn,“  sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag.


Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Athugasemdir
banner