Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 18:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Höskuldur klikkaði á vítaspyrnu í jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 0 - 0 KuPS
0-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('57 , misnotað víti)
Rautt spjald: Mohamed Toure, KuPS ('92) Lestu um leikinn

Breiðablik fékk finnska liðið KuPS í heimsókn á Laugardalsvöll i Sambandsdeildinni í kvöld. Það var gott tækifæri fyrir Blika að næla í sinn fyrsta sigur í lokakeppni í Evrópu.

Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur. Petteri Pennanen, fyrirliði finnska liðsins, átti skot í stöng snemma leiks. Stuttu síðar hitti Tobias Thomsen boltann illa eftir frábæran undirbúning Valgeirs Valgeirssonar og Johannes Kreidl, markvörður KuPS varði auðveldlega.

Davíð Ingvarsson átti síðan skot yfir markið úr góðu færi og aftur var það eftir undirbúning Valgeirs. Strax í kjölfarið átti Otto Ruoppi skot úr D-boganum en Anton Ari Einarsson varði frábærlega.

Höskuldur Gunnlaugsson fékk síðasta færi fyrri hálfleiksins en skotið úr góðu færi varið í horn.

Breiðablik fékk gullið tækifæri á því að komast yfir snemma í seinni hálfleik þegar Saku Savolainen fékk boltann í höndina eftir fyrirgjöf frá Davíð og vítaspyrna dæmd. Höskuldur sendi Kreidl í vitlaust horn en skaut framhjá.

Valgeir átti frábæran leik en var heppinn að gefa ekki mark á silfurfati þegar hann sendi boltann á mótherja inn á teignum en VIktor Margeirsson komst fyrir skotið.

Undir lok leiksins átti Aron Bjarnason gott skot frá vítateigshorninu en boltinn fór ofan á þaknetið.

Í uppbótatíma komust Blikar upp í skyndisókn og Mohamed Toure braut á Kristni Jónssyni sem var sloppinn einn í gegn og fékk að líta rauða spjaldið.

Blikar náðu ekki að nýta sér aukaspyrnuna og flautað var til loka leiksins stuttu síðar.

Vonbrigðaúrslit. Fyrsta stig Blika í Evrópu en það var tækifæri til að vinna þar sem Höskuldur klikkaði á vítaspyrnu og nóg af tækifærum til að gera betur.
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir