
Íslenska kvennalandsliðið er samankomið á ný eftir Evrópumótið í sumar. Liðið mætir nú Norður Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram á Ballymena Showgrounds vellinum rétt utan Belfast í Norður Írlandi.
Fótbolti.net ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur rétt eftir síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn.
„Við erum vel stefndar, ekkert smá gaman að koma loksins saman aftur eftir EM. Það var svolítið erfitt að skilja við liðið þá, en við ætlum að gera betur núna. Það vantar aldrei stemningu í þennan hóp, við erum allar mjög góðar vinkonur.“
Ísland er fyrirfram talið sigurstranglegra liðið, en Karólína telur það lykilatriði að bæta sóknarleik íslenska liðsins svo að úrslitinn falli Ísland í hag.
„Þetta er kannski svolítið öðruvísi lið en við höfum spilað við síðustu ár. Þær eru mikið að fara á bakvið vörnina í staðinn fyrir að fara inn á miðjuna, en ég held að við séum búnar að fara vel yfir þær og erum tilbúnar.“
„Við ætlum að reyna að bæta okkur sóknarlega, við erum góðar í vörn og vitum það. Við höfum verið að 'ströggla' mest sóknarlega og við verðum að reyna skapa fleiri færi og komast í betri stöður. Leikurinn á morgun fer kannski meira í það:“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.