Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 23. október 2025 16:08
Kári Snorrason
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Eimskip
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið er samankomið á ný eftir Evrópumótið í sumar. Liðið mætir nú Norður Írlandi í umspili Þjóðadeildarinnar og fer fyrri leikurinn fram á Ballymena Showgrounds vellinum rétt utan Belfast í Norður Írlandi. 

Fótbolti.net ræddi við Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur rétt eftir síðustu æfingu liðsins fyrir leikinn. 


„Við erum vel stefndar, ekkert smá gaman að koma loksins saman aftur eftir EM. Það var svolítið erfitt að skilja við liðið þá, en við ætlum að gera betur núna. Það vantar aldrei stemningu í þennan hóp, við erum allar mjög góðar vinkonur.“

Ísland er fyrirfram talið sigurstranglegra liðið, en Karólína telur það lykilatriði að bæta sóknarleik íslenska liðsins svo að úrslitinn falli Ísland í hag.

„Þetta er kannski svolítið öðruvísi lið en við höfum spilað við síðustu ár. Þær eru mikið að fara á bakvið vörnina í staðinn fyrir að fara inn á miðjuna, en ég held að við séum búnar að fara vel yfir þær og erum tilbúnar.“ 

„Við ætlum að reyna að bæta okkur sóknarlega, við erum góðar í vörn og vitum það. Við höfum verið að 'ströggla' mest sóknarlega og við verðum að reyna skapa fleiri færi og komast í betri stöður. Leikurinn á morgun fer kannski meira í það:“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner