
Fram endaði í 2. sæti í Lengjudeild kvenna á síðasta tímabili og var fyrir tímabil spáð fallbaráttu í Bestu deildinni. Í spá Fótbolta.net var liðinu spáð 8. sætinu og reyndist það niðurstaðan, liðið átti möguleika á 7. sætinu í lokaumferðinni en náði ekki sigri á Akureyri.
Í öðrum spám var liðinu spáð neðar, t.a.m. botnsætinu í spá íþróttadeildar VÍsis og SÝNAR og 9. sætinu í spá fulltrúa félaganna.
Óskar Smári Haraldsson gerði vel sem þjálfari nýliðanna og varð ljóst eftir fyrstu umferð eftir tvískiptingu að liðið myndi halda sæti sínu í deildinni.
Í öðrum spám var liðinu spáð neðar, t.a.m. botnsætinu í spá íþróttadeildar VÍsis og SÝNAR og 9. sætinu í spá fulltrúa félaganna.
Óskar Smári Haraldsson gerði vel sem þjálfari nýliðanna og varð ljóst eftir fyrstu umferð eftir tvískiptingu að liðið myndi halda sæti sínu í deildinni.
„Við erum afskaplega stolt af kvennaliðinu okkar, vorum á okkar fyrsta ári í langan tíma í efstu deild. Það er frábært starf unnið í kringum kvennaliðið. Yngri flokkarnir eru líka á leiðinni upp, margir spennandi leikmenn þar. Við erum að byggja þetta upp," segir Guðmundur Torfason sem er formaður fótboltadeildar Fram.
„Mér finnst frábært að sjá Óskar Smára, teymið og stelpurnar ná þessum árangri í sumar, þetta er alveg frábært. Það er mikið gleðiefni að liðið hélt sér í deildinni, liðinu var spáð af flestum spekingum falli í ár og heldur betur afsönnuðu það."
„Við þurfum að halda áfram að taka saman höndum og reyna styrkja kvennaboltann meira, við viljum sjá fleiri góða íslenska leikmenn koma upp í gegnum félögin og inn í Bestu deildina."
„Það er gríðalegur áhugi í Úlfarsárdal, virkilega vel haldið á málum þar og gott barna- og unglingastarf. Þegar undirstöðurnar eru þokkalegar þá endurspeglast það oft í árangri meistaraflokkanna," segir Guðmundur.
Athugasemdir