Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
banner
   fim 23. október 2025 16:14
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Eggert byrjar gegn Rangers - Sjö breytingar hjá Villa
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fjöldi Evrópuleikja á dagskrá þennan fimmtudaginn. Í Evrópudeildinni eru nokkrir áhugaverðir leikir að hefjast núna klukkan 16:45.

Freyr Alexandersson er með Eggert Aron Guðmundsson í byrjunarliði Brann sem mætir skoska liðinu Rangers. Sævar Atli Magnússon er á meiðslalistanum.

Unai Emery gerir sjö breytingar á byrjunarliði Aston Villa frá sigrinum gegn Tottenham. Villa er í Hollandi og leikur gegn Go Ahead Eagles.

Byrjunarlið Brann gegn Rangers: Dyngeland; Roeve, Knudsen, Helland, Dragsnes; Kornvig, Sorensen, Egget Aron Guðmundsson, Holm; Mathisen, Finne.

Emiliano Martínez, Pau Torres, Amadou Onana og Evan Guessand eru einu leikmennirnir sem eru áfram í byrjunarliðunu. Menn á borð við Jadon Sancho og Ollie Watkins koma inn.

Byrjunarlið Aston Villa gegn Go Ahead Eagles: Martínez, Lindelöf, Mings, Torres, Maatsen, Onana, Bogarde, Guessand, Buendia, Sancho, Watkins.

Þá má geta þess að í Sambandsdeildinni er Albert Guðmundsson meðal varamanna hjá Fiorentina sem er að leika gegn Rapid Vín klukkan 16:45.

Leikir dagsins:
16:45 Fenerbahce - Stuttgart
16:45 SK Brann - Rangers
16:45 Go Ahead Eagles - Aston Villa
16:45 Genk - Betis
16:45 Salzburg - Ferencvaros
16:45 Lyon - Basel
16:45 Braga - Rauða stjarnan
16:45 Steaua - Bologna
19:00 Celta - Nice
19:00 Young Boys - Ludogorets
19:00 Celtic - Sturm
19:00 Roma - Plzen
19:00 Nott. Forest - Porto
19:00 Maccabi Tel Aviv - Midtjylland
19:00 Lille - PAOK
19:00 Feyenoord - Panathinaikos
19:00 Malmö - Dinamo Zagreb
19:00 Freiburg - Utrecht
Evrópudeild UEFA
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner