Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   fim 23. október 2025 15:37
Kári Snorrason
Belfast
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Eimskip
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Kvennalið Bayern Munchen hefur farið með himinskautum í þýsku úrvalsdeildinni. Liðið hefur unnið þýsku deildina síðustu þrjú tímabil og gefur liðið ekkert eftir þrátt fyrir þjálfaraskipti. Bayern er á toppi deildarinnar eftir sjö leiki, með fjögurra stiga forskot á Wolfsburg. 

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Bayern Munchen, ræddi um góða byrjun liðsins í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag.


„Við höfum byrjað tímabilið mjög vel, erum með nýjan þjálfara og það eru smá breytingar. Við erum að reyna aðlagast því hvernig hann vill að við lítum út á vellinum. En við höfum verið að ná í úrslit í deildinni sem hafa verið góð og erum á góði róli þar, en það er alltaf hægt að gera margt betur.“

Glódís var fjarverandi í síðasta leik Bayern vegna meiðsla í hné.

„Ég er búin að vera í smá brasi með hnéð á mér, búin að vera með smá bólgur og einhver svona leiðindi. Við höfum verið að passa upp á heildarálagið. Af því ég spilaði á fimmtudeginum þá var tekin sú ákvörðun að ég myndi hvíla seinni leikinn,“ sagði Glódís.

Fjarvera hennar kom þó ekki að sök, því Bayern vann Köln sannfærandi, lokatölur 5-1. Íslenska landsliðið mætir Norður Írum í umspili Þjóðadeildarinnar annað kvöld en Glódís segist vera klár í slaginn fyrir morgundaginn.


Athugasemdir
banner